Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   lau 31. október 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjóri Benfica ekki hrifinn af Barca: Ekki bera okkur saman
Jorge Jesus, stjóri Benfica, er ekkert sérstaklega hrifinn af leikstíl Barcelona þessa dagana.

Mehdi Carcela, miðjumaður Standard Liege, líkti Benfica við Barcelona eftir að Benfica vann öruggan sigur á belgíska liðinu í gær í Evrópudeildinni.

Jorge Jesus svaraði þeim samanburði: „Barcelona hefur ekkert núna, ég vil ekki að Benfica sé borið saman við þetta Barcelona lið. Lið þeirra fyrir nokkrum árum, allt í lagi, það má bera okkur saman við það lið, það finnst mér í lagi."

Benfica vann 3-0 sigur og er með sex stig eftir tvo leiki í D-riðli eins og Rangers. Benfica er þá með fullt hús í portúgölsku deildinni eftir fimm umferðir.
Athugasemdir
banner