City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   sun 31. október 2021 17:09
Brynjar Ingi Erluson
Hákon Arnar skoraði og maður leiksins í sigri FCK
Hákon Arnar spilaði frábærlega með FCK í dag
Hákon Arnar spilaði frábærlega með FCK í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Skagamaðurinn ungi og efnilegi, Hákon Arnar Haraldsson, skoraði og var valinn maður leiksins er FCK vann Vejle 3-0 í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsta mark hans fyrir aðallið félagsins.

Hákon kom inn í aðalliðshóp FCK á þessu tímabili eftir að hafa staðið sig vel með unglinga- og varaliði félagsins.

Hann hefur verið að fá mínútur af og til en í dag fékk hann að byrja gegn Vejle og nýtti hann það tækifæri vel.

Hákon skoraði annað mark FCK með skalla eftir sendingu frá Victor Kristiansen og var virkilega líflegur í leiknum.

Honum var skipt af velli á 73. mínútu leiksins og var valinn maður leiksins fyrir frammistöðuna. Andri Fannar Baldursson kom inná sem varamaður á 72. mínútu en Ísak Bergmann Jóhannesson var ekki með í dag.

FCK er í öðru sæti með 28 stig, sex stigum á eftir Midtjylland þegar fjórtán leikir eru búnir af deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner