Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   fim 31. desember 2020 20:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar: Maður fær milljón svona skilaboð og ég ákvað að slá til
Úr leik á síðustu leiktíð.
Úr leik á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað haustið 2018 með Magna.
Marki fagnað haustið 2018 með Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er fínt að kíkja aðeins út í sólina, mun lítið sakna þess að vera í snjónum og Kjarnafæðismótinu.
Það er fínt að kíkja aðeins út í sólina, mun lítið sakna þess að vera í snjónum og Kjarnafæðismótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta er félag sem er í næstefstu deild. Liðið er venjulega í efstu deild en féll á þarsíðasta tímabili og á síðasta tímabili var öllu slaufað vegna covid. Liðið er í smá brasi í deildinni þessa stundina reyndar," sagði Gunnar um lánið til St. Andrews. Hann mun vera á Möltu út tímabilið þar og koma svo heim í KA.

Gunnar Örvar á leið til Möltu - „Mjög langsótt tenging"

„Ég fór út undir lok nóvember til að sjá aðeins hvað ég væri að fara út í og kom svo heim núna fyrir jól. Þetta leit allt í lagi út og fínt að prófa eitthvað nýtt í þrjá til fjóra mánuði. Tímabilið klárast einhvern tímann undir lok apríl."

„Það er fínt að kíkja aðeins út í sólina, mun lítið sakna þess að vera í snjónum og Kjarnafæðismótinu. Það er fínt að fá einhverja alvöru leiki líka."


Hvernig kom þetta til?

„Yfirmaður hjá liðinu úti þekkir einhvern íslenskan gæja. Sá Íslendingur er ekkert tengdur inn í íslenskan fótbolta en mér skilst að hann hafi talað við einhvern og einhver bent honum á mig. Ég veit ekki alveg allt ferlið, þetta fór svo í gegnum KA," sagði Gunnar.

Fréttaritari skaut þá inn að þetta hljómaði eins og löng leið frá því að lið á Möltu vanti framherja og lausnin sé Íslendingur.

„Já, þetta er mjög langsótt tenging en það er bara svona."

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þú hefur leikið erlendis. Þú hefur verið bæði á Ítalíu og í Noregi líka. Segðu mér aðeins frá því.

„Ég fór s.s. fyrst til Noregs í gegnum Pedda (Pétur Heiðar Kristjánsson) einhvern veginn. Það var árið 2014. Svo fór ég til Ítalíu árið 2016 í janúar. Þá var það einhver umboðsmaður sem addaði mér á facebook. Maður fær milljón svona skilaboð og ég ákvað að slá til þá. Það gekk vel og var virkilega gaman. Það er fínt að prófa ný umhverfi og breyta aðeins til."

Við ræddum aðeins um hvernig aðdragandinn var að þessu áðan. Helduru að þetta sé tengt þér persónulega eða KA að þú sért að fá þetta tækifæri?

„Ég veit það í hreinskilni ekki alveg. Ég held að það fái mjög margir skrítin skilaboð frá liðum einhvers staðar úti í heimi. Ég alla vega persónulega hef fengið helling af slíku. Eins og með Ítalíu-dæmið þá langaði mig að prófa að fara til Ítalíu og tók því sénsinn á þeim tíma. Það er svipað núna nema þetta er lánssamningur. Það er minna vesen."

Þú varst aðeins að glíma við meiðsli í sumar. Ertu orðinn góður af meiðslunum?

„Já, ég er alveg orðinn góður af þeim meiðslum. Ég fékk eitthvað högg á lærið gegn KR og var frá í einhverjar fimm eða sex vikur. Svo kom ég til baka í smá tíma og meiddist þá aftur á kálfa. Það var allt í semi rugli hjá mér hvað meiðsli varðar. Ég er orðinn mjög góður núna. Ég er búinn að ná að æfa núna í góðan tíma og æfði eitthvað úti á Möltu."

Að annarri ævintýramennsku, þú varst hluti af Magna liðinu þegar liðið hélt sér uppi í tvígang í 1. deildinni. Hvernig var að vera hluti af þessu liði 2018 og 2019?

„Þetta var auðvitað alveg ótrúlega gaman, sérstaklega fyrra árið. Þá var mín upplifun að það væri meiri stemning í hópnum og seinna árið var þetta byggt upp á yngri leikmönnum. Ég kom inn í liðið á sama tíma og Davíð Rúnar og Siggi Marinó. Það var mjög góður hópur. Þá leiktíðina var einhvern veginn tilfinningin að við værum aldrei að fara falla og eins árið 2019. Við vissum alltaf að það væri von í síðustu leikjunum."

Áhugavert að þú segir að þið hafið haft þessa trú á þessu 2018 þegar þetta ræðst í lokaleik á úrslitamarki.

„Já, það var allt undir í úrslitaleik gegn ÍR þar sem þeim dugði jafntefli. Ég skora fyrsta markið í leiknum en þeir svara með tveimur. Við náðum að jafna fyrir hálfleik og þá var þetta einhvern veginn aldrei í hættu. Ég veit ekki hvað það var, það var einhver tilfinning og einhver ró í klefanum í hálfleik."

Sigurður Marinó Kristjánsson skoraði svo markið sem tryggði Magna sætið í deildinni á 78. mínútu.

Hvort er það meira stressandi eða gaman að fara inn í svona úrslitaleik upp á líf eða dauða?

„Mér fannst þetta geggjað, skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað. Þetta var annað hvort allt eða ekkert."

Hvernig var að fylgjast með Magna í sumar?

„Þetta var svolítið erfitt horfandi á þetta utan frá. Ég sá þá samt alveg bjarga sér í lokaumferðunum, ef þeir hefðu fengið þessa tvo leiki. Það er ekkert hægt að gera í því núna, leiðinlegt að sjá Magna fara niður," sagði Gunnar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner