Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 25. október 2013 12:00
Magnús Már Einarsson
Gísli Marteinn spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Gísli Marteinn Baldursson.
Gísli Marteinn Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mesut Özil skorar tvö samkvæmt spá Gísla.
Mesut Özil skorar tvö samkvæmt spá Gísla.
Mynd: Getty Images
Ari Freyr Skúlason fékk sex rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar á Englandi í síðustu viku.

Gísli Marteinn Baldursson spreytir sig á spánni þessa helgina en hann mun á sunnudag byrja með nýjan þátt á RÚV sem heitir sunnudagsmorgunn.

Crystal Palace 0 - 3 Arsenal (11:45 á morgun)
Arsenal kemur til baka eftir vont tap gegn Dortmund. Þeir hafa verið á flugi í deildinni og ég held að það breytist ekkert. Özil skorar tvö og Giroud eitt.

Aston Villa 2 - 2 Everton (14:00 á morgun)
Benteke er að koma til baka og ég held að Aston Villa nýti sér heimavöllinn og nái í stig.

Liverpool 2 - 1 WBA (14:00 á morgun)
Ég er Púllari en vörnin hefur brothætt og ég hef ekki trú á að við höldum hreinu. Við skorum hins vegar og ég held að tvö mörk dugi til.

Manchester United 1 - 0 Stoke (14:00 á morgun)
Manchester eru alls ekki sannfærandi núna. Rooney er að spila frábærlega en það eru fréttir um ósætti hjá Moyes og Van Persie og hann hefur ekki efni á slíku. Van Persie var ekki í liðinu síðast og menn segja að það sé táar og náravesen sem er mjög ósennilegt. Mér finnst eins og það sé eitthvað kurr í leikmannahópnum og það skilar sér út á völlinn.

Norwich 0 - 0 Cardiff (14:00 á morgun)
Þetta er steindautt jafntefli hjá tveimur liðum sem eru áþekk að getu. Aron Einar verður þéttur á miðjunni en hann nær ekki að skora í þessum leik.

Souhampton 2 - 2 Fulham (16:30 á morgun)
Southampton er spútnik lið deildarinnar hingað til en mér finnst búa svolítið í þessu Fulham liði eins og sást á mánudagskvöldið.

Sunderland 0 - 3 Newcastle (13:30 á sunnudag)
Sunderland eru algjörlega heillum horfnir og ég held að það taki langan tíma fyrir Gus Poyet að snúa því við.

Swansea 1 - 0 West Ham (16:00 á sunnudag)
West Ham gengur illa að skora meðan þeir bíða eftir Andy Carroll og það verður engin breyting á því.

Tottenham 3 - 0 Hull (16:00 á sunnudag)
Hull eru ekki sterkir en þegar Tottenham kemst í gírinn þá eru þeir með frábært lið.

Chelsea 1 - 0 Manchester City (16:00 á sunnudag)
Þarna held ég að hugarástandið geti skipt miklu máli. Mourinho verður með alls konar sálfræðistríð á móti Pellegrini og hann kann betur á stórleikina. Það skiptir máli og Chelsea vinnur þetta 1-0.

Eldri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 4 réttir
Athugasemdir
banner
banner