Fram hefur gert tveggja ára samning við varnarmanninn Kristófer Jacobsson Reyes.
Kristófer Reyes kom til Fram haustið 2015 frá Víkingi Ólafsvík.
Kristófer, sem verður tvítugur 24.maí næstkomandi, lék 6 leiki fyrir Fram í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð.
Hann hefur verið fastamaður í vörn Fram í Reykjavíkurmótinu.
„Það er stjórn Fram mikið ánægjuefni að Kristófer Reyes verði áfram í herbúðum félagsins og það er miklar vonir bundnar við hann í framtíðinni," segir á heimasíðu Fram.
Athugasemdir