Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. september 2017 14:15
Elvar Geir Magnússon
Ísland með stóru strákunum í Þjóðadeildinni eins og staðan er
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði.
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Björn Bergmann Sigurðarson í baráttunni í gær.
Björn Bergmann Sigurðarson í baráttunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hin glænýja Þjóðadeild UEFA fer af stað eftir ár, í september 2018. Þessi nýja keppni tekur við af vináttulandsleikjum og er keppninni skipt upp í fjórar deildir með 55 landsliðum, A-D.

A er þar efsti styrkleikaflokkur og D sá lægsti. Staðfest niðurröðun mun fást eftir að riðlakeppninni í undankeppni EM lýkur og horft er til styrkleikalista UEFA.

Eins og staðan er núna þá er Ísland meðal þeirra tólf þjóða sem verða í A-deildinni en henni verður svo skipt upp í fjóra þriggja liða riðla.

Þegar keppnin er farin af stað verður hægt að komast upp úr deildum og falla úr þeim. Staðan í Þjóðardeildinni mun svo úrskurða um niðurröðun fyrir undankeppni EM og HM í framtíðinni.

Þá er hægt að vinna sér inn sæti í lokakeppni EM í gegnum Þjóðadeildina.

Deildaskiptingin eins og staðan er í dag er þessi (Ítrekum að lið geta færst upp og niður þegar lokaniðurstaðan fæst í október:

A-deild (liðum skipt í fjóra þriggja liða riðla)
Þýskaland, Portúgal, Belgía, Spánn, Sviss, Frakkland, England, Ítalía, Pólland, Króatía, Ísland, Wales.

B-deild (liðum skipt í fjóra þriggja liða riðla)
Rússland, Norður-Írland, Slóvakia, Svíþjóð, Holland, Úkraína, Bosnía og Herzegóvína, Austurríki, Tyrkland, Írland, Danmörk, Ungverjaland,

C-deild (liðum skipt í einn þriggja liða riðil og þrjá fjögurra liða riðla)
Slóvenía, Albanía, Svartfjallaland, Serbía, Skotland, Tékkland, Rúmenía, Grikkland, Búlgaría, Ísrael, Noregur, Kýpur, Finnland, Eistland, Aserbaídsjan.

D-deild (liðum skipt í fjóra fjögurra liða riðla)
Litháen, Hvíta Rússland, Georgía, Armenía, Makedónía, Færeyjar, Luxemborg, Lettland, Moldavía, Kasakstan, Liechtenstein, Andorra, Malta, Kosóvó, San Maríno, Gíbraltar.

Lestu nánar um Þjóðadeildina hér að neðan

Hvers vegna hefur Þjóðadeildin göngu sína?
Vináttulandsleikir eru ekki taldir bjóða upp á nægilega keppni. UEFA vill auka veg og virðingu landsliðsfótbolta með þessum hætti. Fyrsta hugmyndin að Þjóðadeildinni kom upp 2011 og hefur deildin verið í þróun síðan.

Hvenær er keppt í Þjóðadeildinni?
Riðlakeppnin verður leikin á þremur stökum leikvikum. Leikið verður í september, október og nóvember 2018.

Liðin fjögur sem vinna sína riðla í A-deildinni leika í úrslitakeppni í júní 2019. Undanúrslitaleikir og úrslitaleikur þar sem Þjóðadeildameistarinn verður krýndur. Dregið er í undanúrslitin og stjórn UEFA ákveður leikvanga.

Mun kerfið í undankeppni EM breytast?
20 lið munu komast á lokakeppni EM í gegnum undankeppni EM en fjögur sæti fást í gegnum Þjóðadeildina, eitt í hverri deild hennar.

Fjögur lið úr hverri deild fara í undanúrslit og úrslit um hvert sæti í mars 2020. Ef lið sem vinnur deildina hefur þegar tryggt sér sæti á EM mun það lið fyrir neðan sem á ekki öruggt sæti koma í staðinn.

Hvað græða liðin og samböndin á þessu nýja fyrirkomulagi?
Fleiri landsleikir sem skipta miklu máli. Til verður nýr titill landsliða. Getuskiptingin gerir það að verkum að fleiri jafnir landsleikir verða spilaðir. Sjónvarpsrétturinn af Þjóðadeildinni verður seldur í einum pakka sem tryggir knattspyrnusamböndum öruggari tekjur.

Fyrir smærri þjóðir býr þetta til aukamöguleika á að komast í lokakeppnina. Eitt lið úr D-deildinni, eitt af sextán lökustu liðunum, mun komast í lokakeppnina.

Mun þetta þýða meira leikjaálag?
Nei. Þjóðadeildin er sett í sömu landsleikjaglugga og nú eru samþykktir.

Verða ekki fleiri vináttulandsleikir?
Vináttulandsleikjum mun fækka umtalsvert. Það verður þó enn pláss fyrir vináttulandsleiki, til dæmis undirbúningsleikir fyrir stórmót. UEFA vill líka að þjóðir í Evrópu eigi enn möguleika á að mæta andstæðingum frá öðrum heimsálfum.

Sjá einnig:
Laugardalsvöllur - Hver dagur skiptir máli
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner