Arsenal jafnaði í gær 122 ára gamalt félagsmet þegar liðið hélt marki sínu hreinu í áttunda leiknum í röð. Liðið vann 0-3 útisigur á Slavia Prag í Meistaradeildinni í gær.
Arsenal náði því síðast árið 1903 þegar liðið hélt hreinu í þremur síðustu leikjum tímabilsins 1902-03 og fyrstu fimm leikjunum 1903-04.
Arsenal er með langbestu vörnina af liðunum í stærstu deildum Evrópu ef horft er í mörk fengin á sig, liðið hefur haldið oftast hreinu, fengið fæst mörk á sig og fæstu skot á markið sitt að meðaltali leik.
Arsenal náði því síðast árið 1903 þegar liðið hélt hreinu í þremur síðustu leikjum tímabilsins 1902-03 og fyrstu fimm leikjunum 1903-04.
Arsenal er með langbestu vörnina af liðunum í stærstu deildum Evrópu ef horft er í mörk fengin á sig, liðið hefur haldið oftast hreinu, fengið fæst mörk á sig og fæstu skot á markið sitt að meðaltali leik.
Arsenal hefur fengið 0,19 mörk á sig að meðaltali í leik í öllum keppnum og næst á eftir, af liðunum í stærstu deildunum, eru Como og Milan á Ítalíu sem hafa fengið á sig sjö mörk á tímabilinu, eða 0,58 mörk að meðaltali í leik.
Athugasemdir


