Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   mán 09. apríl 2018 17:25
Arnar Daði Arnarsson
Rennico Clarke í FH (Staðfest)
Rennico Clarke er búinn að skrifa undir hjá FH.
Rennico Clarke er búinn að skrifa undir hjá FH.
Mynd: Portland Timbers
FH-ingar hafa samið við miðvörðinn Rennico Clarke um að leika með félaginu að minnsta kosti næstu tvö tímabil. Þetta staðfestu FH-ingar á Twitter síðu nú rétt í þessu.

Rennico Clarke er 22 ára miðvörður frá Jamaíka sem var síðast að mála hjá Portland Timbers í MLS deildinni.

Clarke æfði með FH-ingum í mars og var Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari FH hrifinn af honum.

„Hann spilaði fínan leik gegn Breiðablik (...) hann virkaði mjög vel á mig," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH í samtali við Fótbolta.net undir lok mars mánaðar.

Komnir:
Edigerson Gomes Almeida frá Henan Jianye á láni
Geoffrey Castillion frá Víkingi R.
Guðmundur Kristjánsson frá Start
Hjörtur Logi Valgarðsson frá Örebro
Kristinn Steindórsson frá GIF Sundsvall
Zeiko Lewis frá Bandaríkjunum
Rennico Clarke frá Portland Timbers
Viðar Ari Jónsson frá Brann á láni

Farnir:
Böðvar Böðvarsson til Jagiellonia Bia?ystok (Pólland)
Bergsveinn Ólafsson í Fjölni
Emil Pálsson til Sandefjord
Guðmundur Karl Guðmundsson í Fjölni
Jón Ragnar Jónsson hættur
Kassim Doumbia til Maribor
Matija Dvornekovic





Athugasemdir
banner