Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 11. október 2018 13:52
Hafliði Breiðfjörð
Sam Hewson: Fylkir er rétta félagið fyrir mig
Sam Hewson eftir undirskriftina í dag.
Sam Hewson eftir undirskriftina í dag.
Mynd: Aðsend
„Miðað við tilfinninguna sem ég fékk eftir samtöl mín við stjórnina og alla hjá félaginu finn ég að þetta er metnaðarfullt félag og rétta félagið fyrir mig," sagði Sam Hewson sem í dag gekk í raðir Fylkis frá Grindavík.

„Það voru mörg félög sem sýndu mér áhuga en Fylkir sýndi mér langmestan áhuga og því fannst mér þetta réttu skiptin fyrir mig. Ég er virkilega ánægður með þetta."

Hewson hefur undanfarin ár leikið með Grindavík en í lok tímabilsins varð ljóst að hann væri að hætta hjá félaginu. Srdjan Tufegdzic tók við liðinu af Óla Stefán Flóventsyni og ræddi við hann.

„Ég naut þess að vera í Grindavík og talaði við stjórann þar fyrir komandi tímabil en metnaður okkar lá ekki saman svo ég ákvað að færa mig um set og leita að annarri áskorun," sagði Hewson.

Ef stöðutaflan væri tekin saman bara fyrir síðustu sex umferðir Íslandsmótsins í sumar þá hefði Fylkir endað á toppi deildarinnnar. Hewson vissi af þessu og vill halda áfram að byggja ofan á það.

„Það hafa nokkrir sagt mér frá þessari tölfræði, í lok tímabilsins var liðið að spila virkilega vel og vonandi getum við gert það sama á næstu leiktíð," sagði Hewson en nánar er rætt við hann í sjónvarpin hér að ofan en þar ræðir hann veru sína á Íslandi en hann kom fyrst hingað árið 2011 til að spila fyrir Fram, fór svo í FH, þá Grindavík og nú Fylki.

„Ég held að Ísland muni ekki losna við mig héðan af. Ég er kominn hingað til að vera til framtíðar. Mér líkar mjög vel á Íslandi og ánægður með að vera hérna áfram," sagði hann.
Athugasemdir
banner