Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fim 11. október 2018 13:52
Hafliði Breiðfjörð
Sam Hewson: Fylkir er rétta félagið fyrir mig
Sam Hewson eftir undirskriftina í dag.
Sam Hewson eftir undirskriftina í dag.
Mynd: Aðsend
„Miðað við tilfinninguna sem ég fékk eftir samtöl mín við stjórnina og alla hjá félaginu finn ég að þetta er metnaðarfullt félag og rétta félagið fyrir mig," sagði Sam Hewson sem í dag gekk í raðir Fylkis frá Grindavík.

„Það voru mörg félög sem sýndu mér áhuga en Fylkir sýndi mér langmestan áhuga og því fannst mér þetta réttu skiptin fyrir mig. Ég er virkilega ánægður með þetta."

Hewson hefur undanfarin ár leikið með Grindavík en í lok tímabilsins varð ljóst að hann væri að hætta hjá félaginu. Srdjan Tufegdzic tók við liðinu af Óla Stefán Flóventsyni og ræddi við hann.

„Ég naut þess að vera í Grindavík og talaði við stjórann þar fyrir komandi tímabil en metnaður okkar lá ekki saman svo ég ákvað að færa mig um set og leita að annarri áskorun," sagði Hewson.

Ef stöðutaflan væri tekin saman bara fyrir síðustu sex umferðir Íslandsmótsins í sumar þá hefði Fylkir endað á toppi deildarinnnar. Hewson vissi af þessu og vill halda áfram að byggja ofan á það.

„Það hafa nokkrir sagt mér frá þessari tölfræði, í lok tímabilsins var liðið að spila virkilega vel og vonandi getum við gert það sama á næstu leiktíð," sagði Hewson en nánar er rætt við hann í sjónvarpin hér að ofan en þar ræðir hann veru sína á Íslandi en hann kom fyrst hingað árið 2011 til að spila fyrir Fram, fór svo í FH, þá Grindavík og nú Fylki.

„Ég held að Ísland muni ekki losna við mig héðan af. Ég er kominn hingað til að vera til framtíðar. Mér líkar mjög vel á Íslandi og ánægður með að vera hérna áfram," sagði hann.
Athugasemdir
banner
banner