Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
   fim 11. október 2018 13:52
Hafliði Breiðfjörð
Sam Hewson: Fylkir er rétta félagið fyrir mig
Sam Hewson eftir undirskriftina í dag.
Sam Hewson eftir undirskriftina í dag.
Mynd: Aðsend
„Miðað við tilfinninguna sem ég fékk eftir samtöl mín við stjórnina og alla hjá félaginu finn ég að þetta er metnaðarfullt félag og rétta félagið fyrir mig," sagði Sam Hewson sem í dag gekk í raðir Fylkis frá Grindavík.

„Það voru mörg félög sem sýndu mér áhuga en Fylkir sýndi mér langmestan áhuga og því fannst mér þetta réttu skiptin fyrir mig. Ég er virkilega ánægður með þetta."

Hewson hefur undanfarin ár leikið með Grindavík en í lok tímabilsins varð ljóst að hann væri að hætta hjá félaginu. Srdjan Tufegdzic tók við liðinu af Óla Stefán Flóventsyni og ræddi við hann.

„Ég naut þess að vera í Grindavík og talaði við stjórann þar fyrir komandi tímabil en metnaður okkar lá ekki saman svo ég ákvað að færa mig um set og leita að annarri áskorun," sagði Hewson.

Ef stöðutaflan væri tekin saman bara fyrir síðustu sex umferðir Íslandsmótsins í sumar þá hefði Fylkir endað á toppi deildarinnnar. Hewson vissi af þessu og vill halda áfram að byggja ofan á það.

„Það hafa nokkrir sagt mér frá þessari tölfræði, í lok tímabilsins var liðið að spila virkilega vel og vonandi getum við gert það sama á næstu leiktíð," sagði Hewson en nánar er rætt við hann í sjónvarpin hér að ofan en þar ræðir hann veru sína á Íslandi en hann kom fyrst hingað árið 2011 til að spila fyrir Fram, fór svo í FH, þá Grindavík og nú Fylki.

„Ég held að Ísland muni ekki losna við mig héðan af. Ég er kominn hingað til að vera til framtíðar. Mér líkar mjög vel á Íslandi og ánægður með að vera hérna áfram," sagði hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner