lau 04. maí 2019 17:32
Ívan Guðjón Baldursson
Varð yngsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar í dag
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn Harvey Elliott varð í dag yngsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar þegar hann kom inná í 1-0 tapi Fulham gegn Wolves.

Elliott, sem er 16 ára og 30 daga gamall, kom inn fyrir Andre-Frank Zambo Anguissa á 88. mínútu leiksins. Áður var Matthew Briggs yngsti leikmaður úrvalsdeildarinnar, en hann var 16 ára og 65 daga gamall þegar hann spilaði fyrir Fulham gegn Middlesbrough árið 2007.

Elliott varð yngsti leikmaður í sögu Fulham þegar hann kom við sögu gegn Millwall í deildabikarnum. Þá var hann 15 ára og 174 daga gamall. Hann spilaði fimm leiki fyrir U23 lið Fulham á tímabilinu og lagði upp mark gegn Manchester United. Hann spilar yfirleitt á hægri kanti en getur einnig leikið vinstra megin eða í holunni.

Yngstu leikmenn úrvalsdeildarsögunnar:
Harvey Elliott (Fulham) 16 ára 30 daga
Matthew Briggs (Fulham) 16 ára 65 daga
Isaiah Brown (West Brom) 16 ára 117 daga
Aaron Lennon (Leeds) 16 ára 129 daga
Jose Baxter (Everton) 16 ára 191 daga
Athugasemdir
banner
banner
banner