„Þeir voru tilbúnari en við, settu mikið hjarta í þetta, unnu öll návígi, skoruðu úr föstum leikatriðum og voru yfir nánast allan leikinn,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, að loknum leik liðsins gegn nýliðum HK í Kórnum.
Lestu um leikinn: HK 2 - 2 Breiðablik
Markalaust var í hálfleik þar sem HK var nær því að skora. Strax í upphafi þess síðari komst liðið yfir og bætti öðru marki við fimm mínútum síðar. Blikar jöfnuðu með mörkum Thomas Mikkelsen og Viktors Arnar Margeirssonar undir lok leiks.
Það var ekki að sjá á leiknum að HK væru nýliðarnir og Blikum spáð í efri hlutann. Aðspurður um hvers vegna sitt lið hefði verið svona dapurt í dag sagði Ágúst að ástæðan væri HK.
„Andstæðingurinn gerði það að verkum. Þeir leyfðu okkur ekki að vera góðir, voru vel gíraðir og tilbúnir í átökin en við vorum það ekki,“ segir Ágúst.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir