Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Sædís eftir fyrsta A-landsleikinn: Draumar eru til að láta þá rætast
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
banner
   lau 04. maí 2019 18:48
Jóhann Óli Eiðsson
Ágúst: HK leyfði okkur ekki að vera betri
watermark Lærisveinar Ágústs voru heppnir að fá stig í dag.
Lærisveinar Ágústs voru heppnir að fá stig í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
„Þeir voru tilbúnari en við, settu mikið hjarta í þetta, unnu öll návígi, skoruðu úr föstum leikatriðum og voru yfir nánast allan leikinn,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, að loknum leik liðsins gegn nýliðum HK í Kórnum.

Lestu um leikinn: HK 2 -  2 Breiðablik

Markalaust var í hálfleik þar sem HK var nær því að skora. Strax í upphafi þess síðari komst liðið yfir og bætti öðru marki við fimm mínútum síðar. Blikar jöfnuðu með mörkum Thomas Mikkelsen og Viktors Arnar Margeirssonar undir lok leiks.

Það var ekki að sjá á leiknum að HK væru nýliðarnir og Blikum spáð í efri hlutann. Aðspurður um hvers vegna sitt lið hefði verið svona dapurt í dag sagði Ágúst að ástæðan væri HK.

„Andstæðingurinn gerði það að verkum. Þeir leyfðu okkur ekki að vera góðir, voru vel gíraðir og tilbúnir í átökin en við vorum það ekki,“ segir Ágúst.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner