Ari Steinn Guðmundsson (Víðir)
,,Liðsframmistaðan var virkilega góð, við héldum okkar leikskipulagi, vorum þolinmóðir, lágum þétt til baka og beittum skyndisóknum á þá þegar tækifæri gafst."
„Persónulega átti ég frekar slakan fyrri hálfleik sem mig langaði að bæta upp fyrir í seinni hálfleik, sem ég svo gerði nokkuð vel," segir Ari Steinn Guðmundsson, leikmaður Víðis Garði.
Ari Steinn er leikmaður umferðarinnar í 2. deild að mati Fótbolta.net. Er þetta í annað skipti í röð sem leikmaður Víðis fær þessa viðurkenningu.
Ari Steinn skoraði þrennu þegar Víðir vann 4-0 sigur á Kára í Akraneshöllinni. Öll mörk Víðis og Ara komu í seinni hálfleiknum.
„Liðsframmistaðan var virkilega góð, við héldum okkar leikskipulagi, vorum þolinmóðir, lágum þétt til baka og beittum skyndisóknum á þá þegar tækifæri gafst. Við nýttum okkur það vel sérstaklega í seinni hálfleik."
Þetta var ekki fyrsta þrennan hjá Ara á ferlinum, en hann hefur verið að spila á vinstri kantinum hjá Víði.
„Ég skoraði tvær þrennur í Lengjubikarnum í vor en þetta var mín fyrsta þrenna í Íslandsmóti. Ég get ekki sagt annað en að tilfinningin hafi verið virkilega góð."
Sigurinn á móti Kára var annar sigur Víðis í röð og er liðið í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og topplið Selfoss. Getur þetta haldið svona áfram í Garðinum?
„Já klárlega, ég hef fulla trú á því. Mér finnst við vera með nógu gott lið til að halda þessu skriði áfram."
Ari er kominn með fimm mörk í 2. deildinni og er hann næstmarkahæstur á eftir Hrvoje Tokic. Hann kveðst nokkuð sáttur með sína frammistöðu í sumar. „Ég er bara nokkuð sáttur með frammistöðu mína hingað til. Ég er mjög ánægður með gang liðsins, allir eru að leggja hart að sér og vinna mjög vel."
Ákvað að fara aftur í Víði
Ari er uppalinn í Keflavík, en hann var lánaður í Víði síðasta sumar. Hann ákvað að fara aftur í Víði fyrir þetta sumar og segir hann að það hafi ekki verið erfið ákvörðun.
„Nei í raun ekki, mér leið mjög vel hérna í fyrra og leist vel á markmið og stefnu liðsins fyrir þetta tímabil. Eftir því sem liðið hefur á tímabilið hefur hópurinn smollið vel saman sem gerir ákvörðunina enn ánægjulegri þegar ég lít til baka," segir Ari.
Ari, sem er 22 ára, á að baki leiki fyrir U19 landsliðið. Hann segir að það hafi verið góð reynsla.
„Öll reynsla er mikilvæg og U19 var mikils virði og er ég þakklátur fyrir það. Ég hef nýtt mér það sem og aðra reynslu hingað til og mun halda því áfram meðan ég spila fótbolta."
„Ég á mér fjölbreytt persónuleg markmið sem virka best þegar ég held þeim útaf fyrir mig, þannig skila þau árangri í mínu tilfelli og þannig held ég mestri einbeitingu," sagði Ari að lokum.
Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð: Isaac Freitas Da Silva (Vestri)
Bestur í 2. umferð: Kaelon Fox (Völsungur)
Bestur í 3. umferð: Aron Grétar Jafetsson (KFG)
Bestur í 4. umferð: Nikola Kristinn Stojanovic (Fjarðabyggð)
Bestur í 5. umferð: Mehdi Hadraoui (Víðir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir