Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
   mán 01. júlí 2019 21:53
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Erum að skoða Alfons og Adam Örn
Ágúst Gylfason þjálfari Blika
Ágúst Gylfason þjálfari Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR lagði Breiðablik 2-0 í toppslag Pepsí Max-deildarinnar á Meistaravöllum í kvöld. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks sagði bæði lið spila illa í kvöld en KR hafi átt sigurinn skilið í döprum leik.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Breiðablik

„Ég var ekkert rosalega sáttur við spilamennskuna, bæði lið áttu dapran dag fótboltalega séð fannst mér. KR-ingar skora tvö mörk, ódýr mörk sem við hefðum átt að koma í veg fyrir. Heilt yfir var þetta sanngjarn sigur KR-inga."

Aðspurður hvort Breiðablik þurfi ekki bara að gíra sig upp í að ná KR aftur sagði Ágúst að það væri rétt og nú þyrftu þeir að gíra sig upp í næsta leik sem er slagurinn um Kópavog gegn HK.

„Jú það er alveg rétt hjá þér, takk fyrir að vera svona jákvæður. Það er eltingarleikur, við þurfum að elta KR-ingana og við þurfum að gíra okkur í næsta leik sem er HK á heimavelli."

Ágúst segir að Breiðablik sé að skoða Alfons Samsted og Adam Örn Arnarson og vonast til að geta fengið annan þeirra heim í glugganum.

„Alfons er áhugaverður leikmaður og Adam, margir okkar leikmenn sem eru erlendis eru áhugaverðir og við erum að skoða það og sjáum svo hvort það beri árangur."
Athugasemdir
banner
banner