Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   mán 01. júlí 2019 21:53
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Erum að skoða Alfons og Adam Örn
Ágúst Gylfason þjálfari Blika
Ágúst Gylfason þjálfari Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR lagði Breiðablik 2-0 í toppslag Pepsí Max-deildarinnar á Meistaravöllum í kvöld. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks sagði bæði lið spila illa í kvöld en KR hafi átt sigurinn skilið í döprum leik.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Breiðablik

„Ég var ekkert rosalega sáttur við spilamennskuna, bæði lið áttu dapran dag fótboltalega séð fannst mér. KR-ingar skora tvö mörk, ódýr mörk sem við hefðum átt að koma í veg fyrir. Heilt yfir var þetta sanngjarn sigur KR-inga."

Aðspurður hvort Breiðablik þurfi ekki bara að gíra sig upp í að ná KR aftur sagði Ágúst að það væri rétt og nú þyrftu þeir að gíra sig upp í næsta leik sem er slagurinn um Kópavog gegn HK.

„Jú það er alveg rétt hjá þér, takk fyrir að vera svona jákvæður. Það er eltingarleikur, við þurfum að elta KR-ingana og við þurfum að gíra okkur í næsta leik sem er HK á heimavelli."

Ágúst segir að Breiðablik sé að skoða Alfons Samsted og Adam Örn Arnarson og vonast til að geta fengið annan þeirra heim í glugganum.

„Alfons er áhugaverður leikmaður og Adam, margir okkar leikmenn sem eru erlendis eru áhugaverðir og við erum að skoða það og sjáum svo hvort það beri árangur."
Athugasemdir
banner