Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 15. september 2019 14:55
Brynjar Ingi Erluson
Formaður mfl. ráðs hjá Vestra ósáttur - „Allt annar leikur í höllunum"
Vestri tapaði í titilbaráttuleik gegn Leikni F.
Vestri tapaði í titilbaráttuleik gegn Leikni F.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, lýsti vonbrigðum sínum á samskiptavef Twitter eftir 4-0 tap gegn Leikni F. í titilbaráttuleik í 2. deild.

Leiknir F. er einum leik frá því að verða meistari í 2. deild og á möguleika á því að fara upp í Inkasso-deildina á næsta ári en liðið vann öruggan 4-0 sigur á Vestra í gær en leikurinn fór fram í Fjarðabyggðarhöllinni.

Samúel, sem er formaður mfl. ráðs Vestra, óskaði Leiknismönnum til hamingju en vakti þó athygli á því að fótboltinn i höllunum er allt annar en þegar spilað er utandyra.

Segir hann þar að Leiknismenn hafi nýtt sér þá reglu sem er í höllunum að ef leikmaður sparkar knettinum upp þakið þá er leikurinn stöðvaður og markmaður sendir boltann aftur til baka á andstæðinginn.

„Leiknir F vann mjög svo sanngjarnan sigur á Vestra í gær og óska ég þeim til hamingju með sigur í 2. deild 2019. Án þess að það hafi ráðið úrslitum í gær þá er fótbolti inn í þessum höllum allt annar leikur, lið sem leika þar þekkja það betur en mótherjarnir og nýta sér það klárlega, mjög eðlilegt."

„Veit ekki hversu oft boltinn fór upp í loft og reglan er sú að liðið sem sparkar upp í loft sendir boltann til baka. Semsagt að þegar heimamenn lentu í teljandi vandræðum þá var boltinn settur upp í loft og svo losuðu þeir pressu með því að senda boltann til baka á markmanninn okkar. Já, ég er tapsár maður og þetta fór svakalega í taugarnar á mér, spilum fótbolta á Íslandsmóti úti en ekki inn í húsum þar sem að þetta er ekki sami leikur."

„Ekki samt halda að ég sé að væla yfir þessu útaf úrslitum gærdagsins, fannst bara tímabært að koma þessari skoðun minni á framfæri,"
sagði Samúel á Twitter.

Vestri er í 2. sæti deildarinnar með 42 stig, stigi á undan Selfyssingum fyrir lokaumferðina en Vestri spilar gegn botnliði Tindastóls á meðan Selfoss heimsækir Kára.


Athugasemdir
banner
banner
banner