Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 13. október 2019 18:29
Baldvin Már Borgarsson
Íslandsvinurinn Lima hefur ekki áhuga á að spila á Íslandi
Icelandair
Lima skellihló að spurningunni um hvort hann hefði áhuga á að enda ferilinn á Íslandi.
Lima skellihló að spurningunni um hvort hann hefði áhuga á að enda ferilinn á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsvinurinn Ildefons Lima sat fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir leik Íslands og Andorra sem fer fram klukkan 18:45 á morgun. Ennþá eru til miðar á leikinn eins og fram kemur hér.

Lima er mikill Íslandsvinur en eftir fyrri leik liðanna í undankeppni EM var hann duglegur að svara Íslendingum á samskiptamiðlinum Twitter, en þar sagði hann meðal annars frá því að Birkir Már aðstoði sig með góðgerðarstarfsemi sína.

Á blaðamannafundinum var Lima spurður út í það hvort hann hefði áhuga á að ljúka ferlinum á Íslandi.

„Ég er kannski á Íslandi núna en líf mitt er í Andorra, það hefði verið möguleiki á að spila hér ef ég væri yngri en Ísland er ekki fyrir mig eins og staðan er núna.''

„Ísland er mjög vinalegt land, að því leyti eru Ísland og Andorra lík en á morgun er fótboltaleikur sem ég þarf að hugsa um og við viljum vinna.''
Athugasemdir
banner
banner
banner