fös 08. nóvember 2019 13:05
Magnús Már Einarsson
Klopp vill hitta Cox - Árásin lágpunktur á ferlinum hjá Liverpool
Sean Cox.
Sean Cox.
Mynd: Skjáskot
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er hæstánægður með að Sean Cox verði á meðal áhorfanda á stórleiknum gegn Manchester City á sunnudaginn.

Eitt og hálft ár er síðan Cox slasaðist alvarlega þegar Simone Mastrelli, stuðningsmaður Roma, réðst á hann fyrir utan Anfield heimavöll Liverpool.

Hinn 53 ára gamli Cox var í lífshættu um tíma en hann varð fyrir alvarlegum heilaskaða í árásinni. Cox hefur síðan þá verið í endurhæfingu í heimalandi sínu Írlandi sem og í Sheffield á Englandi.

„Það sem gerðist fyrir Sean var líklega lágpunkturinn á tíma mínum hjá Liverpool. Eitthvað eins og þetta ætti ekki að gerast í lífinu eða í kringum fótboltaleik. Ástin sem Sean og fjölskylda hans hefur fyrir þessu félagi...ég vona að þetta gefi þeim styrk og kraft," sagði Klopp í dag.

„Það að við getum gefið Sean tækifæri á að horfa á leikinn sem hann vill horfa á, það verður til þess að þetta fer úr einum af lágpunktunum yfir í einn af hápunktunum hjá mér. Ég vona að ég geti rætt við hann fyrir leikinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner