Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fim 16. nóvember 2006 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefsíða Barcelona 
Eiður Smári heitur: Skoraði þrennu á æfingu
Eiður Smári skoraði þrjú á æfingu hjá Barcelona.  Hér er hann á æfingu með íslenska landsliðinu í Kaplakrika.
Eiður Smári skoraði þrjú á æfingu hjá Barcelona. Hér er hann á æfingu með íslenska landsliðinu í Kaplakrika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeim stuðningsmönnum Barcelona sem óttast að framherjavandræði Barcelona komi niður á markaskorun liðsins geta kannski andað aðeins léttar eftir æfingu liðsins í gær þar sem Eiður Smári stóð sig mjög vel og skoraði þrjú mörk á æfingunni.

Á æfinguna voru aðeins mættir þeir leikmenn liðsins sem ekki voru að spila með landsliðinum sínum. Carles Puyol sneri aftur á æfingu eftir að hafa fengið frí í fyrradag vegna persónulegra mála.

Á æfinguna vantaði þá Lionel Messi, Javier Saviola, Edmilson, Andrés Iniesta, Belletti og Samuel Eto´o sem allir eru meiddir og þá voru Deco, Ronaldinho, Gianluca Zambrotta og Lilian Thuram að leika með landsliðum sínum.

Eftir upphitun sendu leikmennirnir boltann sín á milli tveir og tveir saman og í kjölfarið var farið í ýmsar æfingar þar sem gengið var út á að stýra boltanum á mismunandi vegu og mismunandi hraði og áttir, hoppað og skotið á mark.

Að venju endaði æfingin svo á stuttum leik. Í öðru liðinu voru Eiður Smári, Puyol, Sylvinho, Oleguer, Eusebio og Víctor Valdés en í hinu voru Jorquera, Márquez, Ezquerro, Gio, Giuly og Thiago Motta. Menn lögðu sig fram í leiknum og nóg var að gera hjá markvörðunum. Eiður Smári var sérstaklega beittur og skoraði þrjú mörk.

Xavi Hernández var einnig mættur á æfinguna og átti ekki í vandræðum með að ljúka henni og virðist hafa náð sér af meiðslum á fæti en hann var til öryggis ekki látinn spila leikinn og var látinn fara að teygja í staðinn.

Hundruðir áhorfenda sáu æfinguna og fengu eiginhandaráritanir að henni lokinni. Undir lok æfingarinnar greip Hollendingurinn Giovanni van Bronckhorst markmannshanskana og Santi Ezquerro og markverðirnir Victor Valdes og Jorguere skutu á hann. Frammistaða hans í markinu vakti mikla athygli og ljóst að hægt væri að leita til hans ef vandræði kæmu upp síðar meir.
Athugasemdir
banner
banner