Gabriel Jesus var þakklátur Jesú eftir að hafa skorað sitt fyrsta mark fyrir Arsenal eftir langvarandi meiðsli.
Jesus skoraði í 4-1 sigri Arsenal gegn Aston Villa í gær og fagnaði með því að rífa sig úr treyjunni. Hann var í bol innanundir treyjunni sem á stóð 'I belong to Jesus' eða 'Ég tilheyri Jesú.
Jesus skoraði í 4-1 sigri Arsenal gegn Aston Villa í gær og fagnaði með því að rífa sig úr treyjunni. Hann var í bol innanundir treyjunni sem á stóð 'I belong to Jesus' eða 'Ég tilheyri Jesú.
Jesus sleit krossband í janúar en sneri aftur í byrjun desember, leikurinn gegn Aston Villa var sjötti leikurinn hans á tímabilinu.
„Jesú bjargaði lífi mínu þegar ég fæddist en ég vissi það ekki þá. Hann gerði mér grein fyrri því í gegnum erfiðu stundirnar í lífinu að við erum ekkert án Jesú, ég vildi heiðra nafn hans," sagði Jesus.
Athugasemdir


