Morgan Rogers segir að Mikel Merino hafi átt að vera rekinn af velli í leik Arsenal og Aston Villa í gær.
Merino fékk gult spjald undir lok fyrri háfleiks en hann slapp við seinna gula spjaldið fyrir að rífa Morgan Rogers niður í seinni hálfleik.
Merino fékk gult spjald undir lok fyrri háfleiks en hann slapp við seinna gula spjaldið fyrir að rífa Morgan Rogers niður í seinni hálfleik.
Arsenal var 2-0 yfir á þeim tímapunkti en leiknum lauk með 4-1 sigri liðsins.
„Ég hef mína eigin skoðun. Ákvörðunin gæti verið vonbrigði fyrir okkur en önnur lið gætu verið svekkt þegar við fáum ákvarðanir með okkur í öðrum leikjum. Betra liðið vann í dag, það er ekki hægt að deila um það," sagði Rogers.
Everything that’s wrong with the officiating in the PL
— Mark P (@tuckers35) December 30, 2025
If Merino wasn’t already on a yellow he would’ve been booked there pic.twitter.com/Y99AOSbztA
Athugasemdir



