Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
   mið 31. desember 2025 14:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Átti Merino að fjúka út af? - „Ég hef mína eigin skoðun"
Mynd: EPA
Morgan Rogers segir að Mikel Merino hafi átt að vera rekinn af velli í leik Arsenal og Aston Villa í gær.

Merino fékk gult spjald undir lok fyrri háfleiks en hann slapp við seinna gula spjaldið fyrir að rífa Morgan Rogers niður í seinni hálfleik.

Arsenal var 2-0 yfir á þeim tímapunkti en leiknum lauk með 4-1 sigri liðsins.

„Ég hef mína eigin skoðun. Ákvörðunin gæti verið vonbrigði fyrir okkur en önnur lið gætu verið svekkt þegar við fáum ákvarðanir með okkur í öðrum leikjum. Betra liðið vann í dag, það er ekki hægt að deila um það," sagði Rogers.


Athugasemdir
banner
banner