Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
   fim 13. mars 2008 18:40
Hafliði Breiðfjörð
Sýn verður Stöð 2 Sport
Mynd: Stöð 2
Frá og með deginum í dag verður nafni sjónvarpsstöðvarinnar Sýn og hliðarstöðvarinnar Sýn 2 breytt í Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu nú í dag.

Auk þessa verður einkenni annarra stöðva fyrirtækisins breytt. Sirkus verður þannig Stöð 2 Extra, Fjölvarpið verður Stöð 2 Fjölvarp og Stöð 2 Bíó verður óbreytt. M12 klúbburinn mun svo heita Stöð 2 Vild.

,,Tilgangurinn með þessari nafnabreytingu er að hnitmiða og skerpa á ímynd og markaðsstarfi sjónvarpsstöðvanna en lykillinn að góðum árangri er sterkt og áberandi vörumerki með jákvæða og framsækna ímynd. Það lá því beinast við að kenna allar stöðvarnar við okkar sterkasta vörkumerki," sagði í fréttatilkynningu fyrirtækisins.

Stöð 2 Sport mun áfram sýna Meistaradeild Evrópu, ensku bikarkeppnirnar, landsleiki, þar á meða útileiki íslenska landsliðsins, spænska boltann og fleira. Stöð 2 Sport 2 mun verða stöðin sem sýnir ensku úrvalsdeildina eins og Sýn 2 áður.
Athugasemdir