Síðari leikur dagsins er kominn á fulla ferð en það er leikur Nottingham Forest og Chelsea.
Chelsea er komið með forystuna en það var Raheem Sterling sem skoraði markið eftir 16 mínútna leik.
Christian Pulisic átti fyrirgjöfina og boltinn fór af hælunum á Willy Boly og flaug yfir Dean Henderson í marki Forest og hafnaði í slánni. Boltinn datt fyrir fætur Sterling sem skoraði af miklu öryggi.
Brennan Johnson hefði getað komið Forest yfir eftir 10 mínútna leik þegar hann komst einn í gegn en Kepa í marki Chelsea sá við honum.
Athugasemdir