Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   lau 01. febrúar 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamren í Portúgal - Spjallar við íslenska leikmenn
Icelandair
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands.
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, var mættur á æfingu hjá danska úrvalsdeildarfélaginu FC Kaupmannahöfn á Algarve í Portúgal í dag.

Það er frí í dönsku úrvalsdeildinni og nýtir FCK tímann til að sleikja sólina í Portúgal.

Hamren ræddi við heimasíðu FCK um heimsóknina.

Það eru nokkur önnur Íslendingafélög á svæðinu, eins Astana, AGF, Bröndby og Norrköping. Hamren segist vera kominn til að sjá góða leiki og spjalla við íslenska leikmenn „Það er góður möguleiki að sjá þá spila, hitta þá aðeins og spjalla fyrir umspilið í mars."

„Við spilum einn leik heima á móti Rúmeníu og sigurvegarinn mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi um sæti á EM, en hann verður spilaður úti. Stóra markmiðið er að komast á þriðja stórmótið í röð og vonandi gengur það upp."

Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands, er genginn aftur í raðir FC Kaupmannahafnar.

„Raggi er mikilvægur leikmaður og leiðtogi með mikil gæði. Ég kann mjög vel við hann sem persónu og leikmann og þið verðið að sjá til þess að við fáum hann í góðu standi," sagði Hamren léttur.


Athugasemdir
banner