Fyrstu tveimur leikjum dagsins er lokið í Afríkukeppninni þar sem Alsír kláraði E-riðil með fullt hús stiga.
Róterað byrjunarlið hjá Alsír spilaði við Miðbaugs-Gíneu og náði þriggja marka forystu eftir um hálftíma. Fares Chaibi og Ibrahim Maza, leikmenn Eintracht Frankfurt og Bayer Leverkusen, komust báðir á blað og átti Anis Hadj Moussa, leikmaður Feyenoord, tvær stoðsendingar.
Alsír vann 3-1 og endar með 9 stig eftir þrjár umferðir. Miðbaugs-Gínea lýkur keppni án stiga.
Búrkína Fasó endar í öðru sæti eftir sigur gegn Súdan, þar sem Dango Ouattara leikmaður Brentford lagði upp seinna mark leiksins. Lassina Traoré leikmaður Shakhtar Donetsk skoraði hitt markið.
Búrkína Fasó vann 2-0 og endar með sex stig. Súdan er í þriðja sæti með þrjú stig og fer einnig upp úr riðlinum.
Miðbaugs-Gínea 1 - 3 Alsír
0-1 Zineddine Belaid ('19 )
0-2 Fares Chaibi ('25 )
0-3 Ibrahim Maza ('32 )
1-3 Emilio Nsue ('50 )
Súdan 0 - 2 Búrkina Fasó
0-1 Lassina Traore ('16 )
0-1 Al-Gozoli Nooh ('24 , Misnotað víti)
0-2 Arsene Kouassi ('85 )
Athugasemdir



