Brennan Johnson verður mögulega með Crystal Palace þegar liðið mætir Newcastle um helgina.
Tottenham hefur samþykkt 35 milljón punda tilboð Palace í leikmanninn og hann er á leið í læknisskoðun.
Tottenham hefur samþykkt 35 milljón punda tilboð Palace í leikmanninn og hann er á leið í læknisskoðun.
Þetta er metfé fyrir Palace en dýrasti leikmaður í sögu félagsins er Christian Benteke þegar hann gekk til liðs við félagið frá Liverpool fyrir 27 milljónir punda árið 2016.
Johnson gekk til liðs við Tottenham frá Nottingham Forest árið 2023 fyrir 47,5 milljónir punda. Hann var markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili en hann hefur ekki verið í náðinni hjá Thomas Frank á þessu tímabili.
Athugasemdir





