Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   mið 31. desember 2025 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Everton átti að fá vítaspyrnu gegn Arsenal
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Everton tók á móti Arsenal 20. desember og tapaði 0-1 í hörkuslag í ensku úrvalsdeildinni.

Everton vildi fá dæma vítaspyrnu í seinni hálfleik þegar William Saliba sparkaði í fót Thierno Barry eftir að sá síðarnefndi náði fyrst til boltans.

Sam Barrott dómari dæmdi ekki vítaspyrnu og ákvað VAR-teymið ekki að skerast í leikinn en sérstök hlutlaus nefnd sem skoðar öll lykilatvik í ensku úrvalsdeildinni telur ákvörðunina hafa verið ranga.

Fimm manns skipa nefndina og kjósa um helstu vafaatriði og stærstu dómaraákvarðanir hvers leiks í deildinni. Þrír af fimm töldu Saliba hafa brotið af sér í atvikinu, en tveir voru sammála ákvörðun Barrott dóamra. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.

Af þessum fimm manns sem skipa nefndina eru þrír fyrrum leikmenn eða þjálfarar, einn fulltrúi ensku úrvalsdeildarinnar og einn fulltrúi dómarasambandsins.

David Moyes var efins að leikslokum eftir tapið gegn Arsenal þar sem hann skildi ekki hvers vegna það var ekki dæmd vítaspyrna. Tveimur dögum síðar fékk Fulham dæmda vítaspyrnu fyrir svipað atvik gegn Nottingham Forest.

„Ég kafnaði næstum því í gærkvöldi þegar ég sá að Fulham fékk vítaspyrnu fyrir sama atvik og við fengum ekki vítaspyrnu fyrir. Mér líður eins og það sé verið að mismuna á milli liða," sagði Moyes þremur dögum eftir tapið gegn Arsenal.

Everton Penalty Shout vs Arsenal 57’
byu/WeTalkBoxing insoccer

Athugasemdir
banner
banner