Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 01. febrúar 2020 15:59
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard býst ekki við að enda í topp fjórum
Mynd: Getty Images
Chelsea rétt marði jafntefli gegn Leicester City er liðin mættust í Meistaradeildarbaráttuleik í dag.

Þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger gerði bæði mörk Chelsea í leiknum með skalla eftir fast leikatriði.

Frank Lampard var mjög ánægður með frammistöðu Rüdiger og tjáði sig einnig um Willy Caballero, sem stefnir á að taka sæti Kepa Arrizabalaga á milli stanga Chelsea.

„Við vorum betra liðið í fyrri hálfleik en vorum slakir eftir leikhlé. Toni Rüdiger og Andreas Christensen voru virkilega góðir, sérstaklega Toni með þessi frábæru skallamörk," sagði Lampard að leikslokum.

„Willy var flottur í dag og gat lítið gert til að koma í veg fyrir mörkin."

Að lokum var Lampard spurður út í Meistaradeildarbaráttuna. Hann er ósáttur með að hafa ekki fengið nýja leikmenn í janúar og telur ólíklegt að Chelsea endi í topp fjórum í ár.

„Við vorum ólíklegir til að enda í topp fjórum áður en tímabilið hófst og er staðan alveg sú sama í dag."

Chelsea er í fjórða sæti deildarinnar sem stendur, sjö stigum á undan Manchester United, Tottenham og Wolves sem eiga leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner