Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. mars 2020 16:19
Elvar Geir Magnússon
Keane: Ég hefði tekið De Gea af lífi
Roy Keane.
Roy Keane.
Mynd: Getty Images
Roy Keane segir að hann hefði tekið David de Gea „af lífi" í hálfleik ef hann væri liðsfélagi spænska markvarðarins hjá Manchester United.

De Gea gerði skelfileg mistök í 1-1 jafntefli Everton og Manchester United. Dominic Calvert-Lewin kom í pressuna og De Gea sparkaði knettinum í hann og inn í netið í upphafi leiksins.

„Hann er markvörður sem þykist vera of sniðugur. Hann tekur sér of langan tíma í að sparka boltanum út. Eftir hverju er hann eiginlega að bíða!?" sagði Keane.

„Þetta var gríðarlega mikilvægur leikur fyrir United sem er að reyna að komast í topp fjóra og liðið er með þennan reynslumikla markvörð. Eftir hverju er hann að bíða?"

„Ég hefði tekið hann af lífi í hálfleik. Ég hef enga þolinmæði fyrir svona," sagði Keane sem er fyrrum fyrirliði United.
Athugasemdir
banner
banner