Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 01. apríl 2021 23:50
Victor Pálsson
Messi var pirraður út í McTominay - „Hann veit núna að þetta var ekki ég"
Mynd: Getty Images
Scott McTominay, leikmaður Manchester United, hefur sagt ansi skemmtilega sögu frá því að hann spilaði gegn Lionel Messi og Barcelona árið 2019.

McTominay er mikill aðdáandi Messi og bað landa Argentínumannsins, Sergio Romero, um treyju hans eftir lokaflautið en Romero er markvörður Man Utd.

Messi hélt á þeim tíma að hann hefði fengið olnbogaskot frá McTominay í leiknum en það reyndist ekki rétt.

„Messi, 100 prósent. Já Messi. Ég fékk treyjuna hans, vissuði það?" sagði McTominay við ESPN um hver væri besti leikmaður heims.

„Þegar við spiluðum við Barcelona [árið 2019], þá fékk hann olnbogaskot frá Chris Smalling og fékk blóðnasir. Hann hélt að ég hefði gert það."

„Ég grátbað Sergio Romero um að spyrja Messi um treyjuna. Hann svaraði og sagði að Messi héldi að ég hefði gefið honum olnbogaskotið."

„Ég svaraði: 'Nei, nei, nei, nei, segðu honum að það hafi ekki verið ég svo ég geti fengið treyjuna sem fer beint inn í svefnherbergið' - Hann veit núna að þetta var ekki ég."
Athugasemdir
banner
banner