Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   lau 01. apríl 2023 10:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Man City og Liverpool: Haaland ekki með

Það er risa leikur framundan í enska boltanum en Manchester City fær Liverpool í heimsókn kl. 11:30.


Manchester City er í baráttunni um titilinn en Liverpool vonast til að ná í Meistaradeildarsæti.

Erling Haaland var ekki með norska landsliðinu á dögunum og það voru miklar vangaveltur um það hvort hann yrði klár í dag. Það er nú staðfest að hann er ekki í hópnum.

Julian Alvarez er í fremstu víglínu hjá City í fjarveru Norðmannsins.

Virgil Van Dijk varnarmaður Liverpool og hollenska landsliðsins var gagnrýndur fyrir frammistöðu sína hjá landsliðinu á dögunum en það hefur engin áhrif á Jurgen Klopp sem velur hann að venju í byrjunarliðið í dag.

Cody Gakpo, Diogo Jota og Mohamed Salah eru í fremstu víglínu.  Darwin Nunez er á bekknum en hann er að kljást við smávægileg meiðsli.

Man City: Ederson, Stones, Akanji, Dias, Ake, Rodri, Gundogan, De Bruyne, Grealish, Mahrez, Alvarez.

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konate, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Henderson, Elliott, Gakpo, Jota, Salah.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man Utd 11 6 2 3 18 16 +2 20
3 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
4 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
5 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
6 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
7 Tottenham 11 5 2 4 17 9 +8 17
8 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner