Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 01. apríl 2023 09:51
Elvar Geir Magnússon
„Eins og að hafa keypt fjóra nýja leikmenn“
Arnar Gunnlaugsson með bikarinn.
Arnar Gunnlaugsson með bikarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Borg Guðjohnsen missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla.
Arnór Borg Guðjohnsen missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Matthías Vilhjálmsson kom frá FH.
Matthías Vilhjálmsson kom frá FH.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bikarmeistarar Víkings hafa verið rólegir á leikmannamarkaðnum í vetur. Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins var spurður út í það í viðtali við Fótbolta.net í vikunni.

Vantar Víkingum breidd í leikmannahóp sinn?

„Ekki ef allir eru heilir, við erum með mjög fjölbreyttan hóp. Fólk gleymir því að það eru fjórir í hópnum sem spiluðu mjög lítið í fyrra. Að fá þá til baka, þeir líta allir mjög vel út, er eins og að hafa keypt fjóra nýja leikmenn. Þetta eru engir aukvisar," segir Arnar.

Arnar er þarna að tala um Halldór Smára Sigurðsson, Davíð Örn Atlason, Arnór Borg Guðjohnsen og Nikolaj Hansen sem voru að glíma við meiðsli í fyrra.

„Við fáum Matta Villa sem er 'legend' í íslenskum fótbolta en missum Júlla (Júlíus Magnússon) sem var mjög sárt. Aðal sársaukinn var samt að missa Kyle McLagan í krossbandaslit á dögunum, ekki bara fyrir klúbbinn heldur líka hann sjálfan."

Liðið hálf mállaust eftir að Júlli Magg fór
Víkingur er að vinna í því að fá inn miðvörð vegna meiðsla McLagan.

„Það er eitthvað sem við þurfum að leysa á næstu dögum og fá mann í hans stað. Þá erum við með átján útileikmenn og ég vil meina að það skipti engu máli hverjir af þeim séu að spila, liðið sé alltaf jafn sterkt. Með tveimur markvörðum er þetta tuttugu manna kjarni sem er mjög öflugur," segir Arnar.

„Auðvitað þurfum við að vera heppnir með meiðsli til að allt gangi upp en það er líka lúxus að vera með lítinn hóp, þá er minna vesen og menn geta þjappað sig betur saman í því markmiði að vinna titla. Ég þekki það sjálfur að ef hópurinn er of stór þá fara menn að hvísla sín á milli ef markmiðin eru ekki skýr."

Að hvaða styrkleika eru þessir miðverðir sem Víkingur er með til skoðunar?

„Þeir eiga að vera mjög sterkir. Maður fær 100 manna lista frá alls konar umboðsmönnum en við erum með ákveðnar hugmyndir um hvernig leikmann við viljum fá. Þó hann komi ekki á næstu tveimur vikum er það allt í lagi, í stað þess að taka einhvern í örvæntingu og vera svo óánægður þegar líður á sumarið," segir Arnar.

„Við viljum týpu sem er líður vel með boltann og er öruggur í sínum varnaraðgerðum. Við viljum líka smá leiðtoga inni á velli. Eftir að Júlli fór þá er liðið orðið hálf mállaust og það mátti ekki við því, það var það líka eftir að Kári og Sölvi hættu."

Í nýju hlutverki en samt ekki
Þó rólegt hafi verið yfir Víkingum á markaðnum þá fengu þeir stóran bita í Matthíasi Vilhjálmssyni. Arnar hefur talað um að hann telji sig geta náð meiru út úr honum en náðist hjá FH.

„Hann hefur verið frábær, þvílíkt viljugur í að læra á það hvernig við spilum og hvers er vænst af honum. Hann er í aðeins nýju hlutverki en samt ekki," segir Arnar.

„Ef hann leitar í reynslubankann hjá sér þá spilaði hann svipað hlutverk þegar hann var upp á sitt besta hjá Rosenborg. Þessi 'átta' sem fær frjálsræði til að fara inn í teiginn og ógna. Þeir spiluðu reyndar 4-3-3 en við meira 4-4-2. Það eru aðeins öðruvísi varnarfærslur en við erum lið sem er frekar mikið með boltann og hann er hugsaður sem framliggjandi 'átta' í okkar kerfi."

Barnalegt að halda að við munum ekki breytast
Júlíus Magnússon var fyrirliði Víkings en fór í vetur til Fredrikstad í Noregi. Munu taktík og spilamennska Víkings breytast í kjölfarið?

„Það væri barnalegt að halda því fram að við munum ekki breytast. En ef við gerum þetta rétt verðum við betra lið. En við verðum að tóna ýmsa þætti niður og auka aðra upp á við," segir Arnar.

Talað hefur verið um að Viktor Örlygur Andrason fái að stórum hluta það verkefni að fylla skarð Júlíusar.

„Það var leiðinlegt að þetta ár í fyrra hafi verið svona mikið meiðslaár í vörninni, Viktor þurfti að bregða sér í allskonar kvikinda líki. Það má halda því fram að hann hafi tapað einu ári í sinni þróun sem miðjuleikmanns. Hann var valinn í landsliðið fyrir það hversu góður hann var á miðjunni og mögulega fór eitt ár í súginn í þeirri þróun. Hann fékk aftur á móti reynslu á að spila í vörninni og það mun nýtast honum í framtíðinni."

Af hverju náði Adam Ægir ekki að festa sig í sessi?
Adam Ægir Pálsson yfirgaf Víking og fór í Val. Adam varð stoðsendingakóngur í deildinni í fyrra þegar hann lék á láni hjá Keflavík. Af hverju gekk honum ekki betur að koma sér inn í myndina í Fossvoginum?

„Ég held að hann hafi verið mjög óheppinn að því leyti að þegar liðið er að fúnkera hvað mest þá eru leikmenn í hans stöðu að brillera. Kristall (Máni Ingason) var og svo kemur Ari (Sigurpálsson) inn með algjörum stormsveipi í fyrra sem einhver albesti kantmaður á landinu. Svo eru fleiri og það er erfitt að fá tækifæri í liði sem er með marga góða leikmenn og er að ganga vel," segir Arnar.

„Það má færa mjög sterk rök fyrir því að Adam hafi spilað alltof fáa leiki fyrir okkur en hafandi sagt það þá vann hann titla með okkur og er núna kominn í mjög stórt félag á Íslandi í krafti þess sem hann gerði fyrir okkur."
Upphitun Innkastsins - Arnar Gunnlaugsson
Athugasemdir
banner
banner