Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   þri 29. júlí 2025 20:53
Ívan Guðjón Baldursson
Sunderland og Crystal Palace töpuðu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Marseille
Það fóru nokkrir æfingaleikir fram í dag þar sem tvö ensk úrvalsdeildarlið komu við sögu og biðu bæði ósigurs.

Crystal Palace tapaði gegn Mainz í fjörugum leik þar sem Jean-Philippe Mateta tók forystuna á 37. mínútu.

Þjóðverjarnir svöruðu fyrir sig með fjórum mörkum og voru komnir í 4-1 áður en Romain Esse og Maxence Lacroix skoruðu sitthvort markið til að minnka muninn niður í 4-3. Það urðu lokatölurnar.

Liðin spiluðu fjóra leikhluta sem voru 30 mínútur hver, eða 120 mínútur í heildina.

Simon Adingra tók þá forystuna fyrir Sunderland snemma leiks gegn Hull City.

Nathan Tinsdale var fljótur að svara fyrir Hull áður en Abu Kamara gerði það sem reyndist sigurmarkið í seinni hálfleik. 2-1 fyrir Hull.

Fleiri áhugaverðir slagir fóru fram þar sem Jonathan Rowe skoraði eina mark Marseille í jafntefli gegn Valencia. Dani Raba gerði mark Valencia.

Ipswich sigraði þá 2-1 gegn Charlton á meðan Celta Vigo lagði Grasshoppers frá Sviss þægilega að velli og Granada gerði markalaust jafntefli við Qatar SC.

Að lokum steinlá sterkt lið Al-Ettifaq gegn Portúgölunum í SC Farense. Moussa Dembélé og Georginio Wijnaldum voru ekki með en Ondrej Duda, Alvaro Medrán og Marek Rodak voru meðal byrjunarliðsmanna auk Jack Hendry fyrirliða. Lokatölur 5-1 fyrir Farense.

Mainz 4 - 3 Crystal Palace
0-1 Jean-Philippe Mateta ('37)
1-1 Nelson Weiper ('55)
2-1 Armindo Sieb ('64)
3-1 Ben Bobzien ('73)
4-1 Konstantin Schopp ('96)
4-2 Romain Esse ('107)
4-3 Maxence Lacroix ('116)

Hull 2 - 1 Sunderland
0-1 Simon Adingra ('11)
1-1 Nathan Tinsdale ('17)
2-1 Abu Kamara ('71)

Marseille 1 - 1 Valencia
0-1 Dani Raba ('43)
1-1 Jonathan Rowe ('52)

Ipswich 2 - 1 Charlton

Grasshoppers 0 - 3 Celta Vigo

Granada 0 - 0 Qatar SC

SC Farense 5 - 1 Al-Ettifaq

Athugasemdir
banner
banner