Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   mán 28. júlí 2025 20:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Bold.dk 
Segja að Alexander Rafn skrifi undir hjá Nordsjælland í ágúst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 15 ára gamli Alexander Rafn Pálmason er á leiðinni til danska félagsins Nordsjælland frá KR.

Danski miðillinn Bold greinir frá því að Nordsjælland og KR hafa komist að samkomulagi um kaupverð. Hann mun fara til Danmerkur í ágúst og skrifa undir þriggja ára samning. Það er lengsti samningur sem leikmaður undir 18 ára aldri getur skrifað undir.

Hann mun hins vegar ekki ganga formlega til liðs við félagið fyrr en í apríl á næsta ári þegar hann hefur náð 16 ára aldri.

Alexander Rafn er fjölhæfur leikmaður sem varð í fyrra yngsti leikmaður í sögunni til þess að spila í efstu deild á Íslandi. Á þessu ári varð hann svo sá yngsti til þess að byrja leik og sá yngsti til þess að skora.

Samkvæmt heimildum fótbolta.net verður Alexander Rafn með þessum félagaskiptum dýrasti leikmaður sem danskt félag hefur keypt frá Íslandi og yrði þetta metsala hjá KR.

Hann hefur líka farið á reynslu til FC Kaupmannahafnar og Real Sociedad og höfðu þau áhuga á því að fá hann í sínar raðir. Einnig hafði heyrst af áhuga stórliðanna Ajax og Dortmund.

Alexander Rafn, sem er sonur fyrrum atvinnu- og landsliðsmannsins Pálma Rafns Pálmasonar, á að baki sex ungingalandsleiki.
Athugasemdir
banner
banner