Villa í slaginn um Calvert-Lewin - Newcastle býst við tilboði frá Liverpool - Man Utd blandar sér í baráttuna um Kolo Muani
   mán 28. júlí 2025 20:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lá lengi eftir en meiðslin líklega ekki alvarleg
Sigurður Egill
Sigurður Egill
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill Lárusson, leikmaðuir Vals, meiddist snemma leiks gegn FH í gær. Hann fékk hnéð á Birki Val Jónssyni, leikmanni FH, í bakið á sér í kjölfarið á því að Birkir þrumaði boltanum fram völlinn úr eigin vítateig.

Sigurður lá lengi eftir, fékk aðhlynningu á vellinum og segir hann við Fótbolta.net að hann sé líklega með brákað rifbein.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

Hann gat gengið óstuddur af velli, en gat eki haldið leik áfram.

„Ég er nokkuð góður miðað við allt," segir Siggi við Fótbolta.net. „Ég fékk held ég hnéð á leikmanni FH í bakið á mér og missti andann." Það var kallað eftir sjúkrabíl en svo hætt við það.

„Ég ætlaði að fara af stað aftur, Túfa var eitthvað að öskra á mig að koma mér inn á," segir Siggi á léttu nótunum. „En það gekk ekki." Eftir að hann gekk af vellinum þurfti hann að leggjast, hann fékk áframhaldandi aðhlynningu, þetta leit ekki vel út því hann virtist nokkuð kvalinn.

„Ég hitti lækni í dag og hann heldur að ég sé með brákað rifbein, það verður skoðað betur á morgun, en ef allt fer á besta veg þá verða þetta bara 1-2 vikur frá," segir þessi leikjahæsti leikmaður Vals í sögu efstu deildar.
Athugasemdir
banner
banner