Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   mið 30. júlí 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Félix orðinn fjórði dýrasti leikmaður sögunnar
Mynd: Al-Nassr
Mynd: EPA
Al-Nassr var að ganga frá kaupum á portúgalska sóknarleikmanninum Joao Félix, sem gerir tveggja ára samning við sádi-arabíska stórveldið.

Joao Félix mun leika í sóknarlínunni ásamt Sadio Mané og Cristiano Ronaldo og þiggja ofurlaun fyrir sína vinnu.

Al-Nassr borgaði 26 milljónir punda til að kaupa Joao Félix en tæplega 18 milljónir til viðbótar geta bæst við upphæðina með árangurstengdum aukagreiðslum.

Þetta gerir Joao Félix að fjórða dýrasta leikmanni sögunnar þegar öll kaupverð fyrir félagaskipti eru lögð saman. Hann hefur verið keyptur fyrir 195 milljónir punda á ferlinum.

Atlético borgaði rúmlega 110 milljónir til að kaupa hann úr röðum Benfica fyrir sex árum síðan og svo greiddi Chelsea tæpar 45 milljónir til að fá hann til sín í fyrrasumar.

Þegar listinn yfir dýrustu leikmenn sögunnar er skoðaður trónir brasilíski kantmaðurinn Neymar í efsta sæti þar sem hann hefur verið keyptur fyrir rétt tæplega 350 milljónir punda á sínum ferli.

Romelu Lukaku fylgir fast á eftir þar sem hann hefur verið keyptur fyrir 320 milljónir og er Cristiano Ronaldo í þriðja sætinu.

Ousmane Dembélé, Álvaro Morata og Antoine Griezmann fylgja fast á eftir með Matthijs de Ligt, Matheus Cunha og Philippe Coutinho til að klára topp tíu listann.

Tíu dýrustu leikmenn sögunnar (samanlagt):
1. Neymar - 346m
2. Romelu Lukaku - 320m
3. Cristiano Ronaldo - 214m
4. Joao Felix - 195m
5. Ousmane Dembele - 190m
6. Alvaro Morata - 180m
7. Antoine Griezmann - 178m
8. Matthijs de Ligt - 177m
9. Matheus Cunha - 166m
10. Philippe Coutinho - 156m
Athugasemdir
banner
banner