Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 10:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Patrick grínaðist er hann var spurður út í markametið
Patrick Pedersen.
Patrick Pedersen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski sóknarmaðurinn Patrick Pedersen var léttur þegar hann var spurður út í markametið í viðtali við Fótbolta.net í gær.

Patrick vantar aðeins eitt mark í viðbót til þess að bæta met Tryggva Guðmundssonar og verða markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi.

„Þetta var persónulegt markmið fyrir mig áður en tímabilið hófst. Eitt mark í viðbót og svo get ég f***að mér aftur til Danmerkur," sagði Patrick og hló.

Patrick hefur leikið með Val meira og minna síðan 2013. Hann var ekki alveg að búast við þessu þegar hann kom fyrst hingað til lands.

„Nei, ég var bara að búast við því að koma hingað á láni og spila nokkra leiki - fara svo aftur til Danmerkur og sanna mig þar. En hérna erum við mörgum árum seinna."

Patrick, sem er 33 ára, hefur í sumar skorað 15 mörk í 16 leikjum í Bestu deildinni fyrir Val sem er á toppi deildarinnar.
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Athugasemdir