David Moyes, stjóri Everton, hefur lýst yfir vonbrigðum með hægagang félagsins í leikmannakaupum á sumarglugganum. Everton hefur hingað til keypt fjóra leikmenn: markvörðinn Mark Travers, miðjumanninn Carlos Alcaraz, framherjann Thierno Barry og varnarmanninn Adam Aznou.
Moyes vill þó fá tvo til þrjá leikmenn til viðbótar áður en glugginn lokar og viðurkennir að erfitt sé að sannfæra leikmenn um að ganga til liðs við Everton. „Við þurfum að byggja upp traust og sýna að klúbburinn er á réttri leið,” segir hann.
„Það er staðreynd að við erum ekki að ná markmiðum okkar á markaðnum. Það er staðreynd. Við þurfum að hafa hraðar hendur því tíminn er að renna út."
Moyes vill þó fá tvo til þrjá leikmenn til viðbótar áður en glugginn lokar og viðurkennir að erfitt sé að sannfæra leikmenn um að ganga til liðs við Everton. „Við þurfum að byggja upp traust og sýna að klúbburinn er á réttri leið,” segir hann.
„Það er staðreynd að við erum ekki að ná markmiðum okkar á markaðnum. Það er staðreynd. Við þurfum að hafa hraðar hendur því tíminn er að renna út."
Everton hefur áhuga á Jack Grealish, sem virðist ekki eiga framtíð hjá Manchester City eftir lítinn spilatíma á síðasta tímabili.
Athugasemdir