Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 13:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fiorentina leggur fram tilboð í Kötlu
Kvenaboltinn
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalska stórliðið Fiorentina hefur lagt fram tilboð í íslensku landsliðskonuna Kötlu Tryggvadóttur.

Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamaður Fótbolta.net, segir frá þessu á samfélagsmiðlinum X.

„Samkvæmt heimildum eru þær ítölsku vongóðar um að hún verði leikmaður félagsins á komandi dögum," segir Orri.

Katla, sem er tiltölulega nýorðin tvítug, hefur spilað frábærlega með Kristianstad í Svíþjóð undanfarin misseri eftir að hafa áður leikið með Þrótti Reykjavík við góðan orðstír.

Fyrr í þessum mánuði spilaði hún á sínu fyrsta stórmóti með íslenska landsliðinu.

Alexandra Jóhannsdóttir, liðsfélagi Kötlu hjá Kristianstad, er fyrrum leikmaður Fiorentina sem endaði í fjórða sæti ítölsku deildarinnar á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner