Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 14:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fyrrum leikmaður Arsenal orðaður við Everton
Maitland-Niles í leik með Arsenal á sínum tíma
Maitland-Niles í leik með Arsenal á sínum tíma
Mynd: EPA
Everton hefur áhuga á Ainsley Maitland-Niles, fyrrum miðjumanni Arsenal. Sky Sports greinir frá.

David Moyes er hrifinn af þessum 27 ára gamla leikmanni sem spilaði 43 leiki fyrir Lyon á síðustu leiktíð. Moyes telur að reynsla hans úr úrvalsdeildinni yrði mjög mikilvæg fyrir Everton.

Maitland-Niles kom að átta mörkum en hann spilaði mest megnis í hægri bakverði en getur einnig spilað á miðjunni.

Hann á tvö ár eftir af samningi sínum. Hann gæti verið spenntur fyrir því að snúa aftur í úrvalsdeildina. Það er áhugi annars staðar úr Evrópu, meðal annars frá Galatasaray.
Athugasemdir
banner
banner
banner