Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
   mið 30. júlí 2025 09:50
Elvar Geir Magnússon
Xhaka til Sunderland (Staðfest)
Mynd: Sunderland
Sunderland hefur gengið frá kaupum á svissneska miðjumanninum Granit Xhaka, fyrrum leikmanni Arsenal.

Xhaka, sem verður 33 ára í september, skrifaði undir þriggja ára samninga við nýliða ensku úrvalsdeildarinnar.

Hann var sjö ár hjá Arsenal áður en hann gekk í raðir Bayer Leverkusen 2023.

„Ég er mjög stoltur af því að vera hér. Ég var spenntur þegar ég ræddi við félagið og fann kraftinn og hugarfarið sem allt starfsfólk og leikmenn eru með," segir Xhaka sem mun klæðast treyju númer 34 hjá Sunderland.


Athugasemdir
banner
banner