Úrvalslið K-deildarinnar í Suður-Kóreu vann 1-0 sigur gegn Newcastle í æfingaleik sem var í Suður-Kóreu í dag.
Newcastle fann aldrei taktinn í leiknum og mark Jin-Gyu Kim í fyrri hálfleik reyndist eina mark leiksins. Þetta var þriðja tap Newcastle í röð á undirbúningstímabilinu.
Newcastle fann aldrei taktinn í leiknum og mark Jin-Gyu Kim í fyrri hálfleik reyndist eina mark leiksins. Þetta var þriðja tap Newcastle í röð á undirbúningstímabilinu.
Stærstu áhyggjurnar snúa hinsvegar að meiðslum Joe Willock sem fór af velli á börum. BBC segir að útlit sé fyrir slæm ökklameiðsli.
Newcastle fékk nokkur fín færi í leiknum, það var sérstaklega William Osula sem fór illa að ráði sínu upp við mark andstæðingana. Hann fékk 4 í einkunn frá Chronicle.
Byrjunarlið Newcastle: Pope, Livramento, Krafth, Lascelles, A Murphy; Willock, Tonali, Miley; Elanga, Osula, Gordon.
(Varamenn: Vlachodimos, Gillespie, Ruddy, Thompson, Trippier, Hall, Schar, Joelinton, Barnes, Targett, J Murphy, Ashby, Burn, Bruno, Harrison, Hernes, Munda, Seung-soo Park)
More minutes added in Suwon. ?? pic.twitter.com/iW3tujkvkM
— Newcastle United (@NUFC) July 30, 2025
Athugasemdir