Þjóðverjinn Danny Röhl hefur látið af störfum hjá Sheffield Wednesday þegar innan við tvær vikur eru í Championship-deildina.
Það eru mikil fjárhagsvandræði sem herja á miðvikudagsmenn en launagreiðslur til leikmanna hafa dregist og eigandinn Dejphon Chansiri reynir að selja félagið.
Það eru mikil fjárhagsvandræði sem herja á miðvikudagsmenn en launagreiðslur til leikmanna hafa dregist og eigandinn Dejphon Chansiri reynir að selja félagið.
Röhl er 36 ára og virtist á útleið þegar hann mætti ekki til starfa í upphafi undirbúningstímabilsins í síðasta mánuði en kom á endanum aftur snemma í þessum mánuði.
Röhl tók við Sheffield Wednesday í október 2023 þegar liðið hafði byrjað tímabilið hörmulega. Hann kom liðinu á skrið og hjálpaði því að forðast fall.
Liðið hafnaði í tólfta sæti á síðasta tímabili en lauk tímabilinu á slakan hátt og fjarlægðist umspilssætin.
Athugasemdir