Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
   mið 30. júlí 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Vandamálin hrannast upp og nú þarf að loka norðurstúkunni
Mynd: EPA
Það er allt í molum hjá Sheffield Wednesday og félagið hefur nú neyðst til að láta loka norðurstúkunni á heimavelli sínum, Hillsborough leikvangnum.

Stúkan er ekki metin örugg fyrir áhorfendur en hún tekur 9.255 áhorfendur og þar er stór hluti ársmiðahafa með sæti sín. Þá er þar aðstaða fyrir stuðningsmenn með fötlun og í hjólastólum.

Öryggisúttekt leiddi í ljós að það eru komnar sprungur í burðarstólpa stúkunnar og þá séu þar rafmagnsleiðslur sem ekki uppfylla kröfur.

Það er svo sannarlega krísuástand hjá Sheffield Wednesday. Félagið er í kaupbanni, launagreiðslur hafa látið bíða eftir sér og stjórinn Danny Röhl lét af störfum í þessari viku.

Taílenski viðskiptamaðurinn Dejphon Chansiri er að reyna að selja félagið en fyrsti heimaleikur þess á tímabilinu verður laugardaginn 16. ágúst, gegn Stoke.
Athugasemdir
banner
banner