Thomas Müller yfirgaf Bayern í sumar eftir 25 ár í herbúðum félagsins. Hann lék með aðalliðinu frá 2008.
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans og hann hefur nú tekið ákvörðun.
Hann var orðaður við LAFC og Vancouver Whitecaps sem leika í MLS deildinni í Bandaríkjunum en þýski miðillinn Bild greinir frá því að Müller sé á leið til Vancouver.
Hann mun skrifa undir eins árs samning við félagið og mun leika með kanadíska liðinu í bandarísku MLS deildinni.
Athugasemdir