
„Frábært að koma hingað og vinna og ná þrjú stig,'' segir Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavík, eftir 0-2 sigur gegn Leiknir R. í 15. umferð Lengjudeildarinnar.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 - 2 Keflavík
„Hrikalega ánægðu með vinnusemina og kraftinn. Þetta var frábær sigur.''
Keflavík jafnaði gegn Þór í seinustu umferð sem var líka á útivelli.
„Við getum kannski ekki verið að spá í leikjunum sem eru búnir, það er alltaf bar næsti leikur sem telur og það er alveg eins núna. Við tökum núna smá frí og einbeitum svo okkur á næsta leik,''
Leiknis menn voru ekki mjög sáttur með dómgæsluna eftir leikinn. Haraldur var spurður út í hans viðbrögð við dómgæsluna.
„Bara heilt yfir góð. Sumt fellur til okkar og sumt til þeirra. Eðlilega eru menn pirraðir ef þeim finnst að þeir eiga að fá eitthvað sem þeir fá ekki,''
Keflavík liggur einu sæti frá umspilinu, en aðeins 7 leikir eru eftir í deildinni.
„Fullt af leikjum eftir. Við stefnum klárlega á að komast í umspilið.''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.