Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvær framtíðarlandsliðskonur frá Skagaströnd
Kvenaboltinn
Elísa Bríet Björnsdóttir.
Elísa Bríet Björnsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birgitta Rún Finnbogadóttir.
Birgitta Rún Finnbogadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í liði Tindastóls eru tveir gríðarlega efnilegir leikmenn sem eru í lykilhlutverki hjá liðinu.

Það eru Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir, sem báðar eru fæddar árið 2008. Elísa Bríet var valin efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar hér á Fótbolta.net í fyrra og Birgitta Rún hefur verið að stíga mikið upp í sumar.

Í Uppbótartímanum í gær var spurt að því hvort það væru ekki bara tvær framtíðarlandsliðskonur í Tindastóli?

„100 prósent," sagði Magnús Haukur Harðarson í þættinum.

Það er óhætt að segja að það sé mjög merkilegt hversu efnilegir leikmenn eru að koma þarna upp miðað við stærð bæjarfélagsins.

„Þær ættu að vera það ef ferilinn spilast þannig fyrir þær."

Tindastóll náði í sögulegan sigur gegn Þór/KA í síðustu umferð og er liðið núna þremur stigum frá fallsæti þegar ellefu leikir eru búnir.

„Tindastóll virðist eflast sama hvort leikmenn fái ekki launin sín eða þótt enginn hafi viljað sjá um liðið. Stórt hrós á Donna og hans teymi í kringum þetta. Það er stjarnfræðilega sturlað hvernig gengur," sagði Magnús Haukur í þættinum sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan.
Uppbótartíminn - Lygilegt hjá Ljónynjum, Blikar í toppmálum og fallbaráttan harðnar
Athugasemdir
banner