Afturelding tapaði gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í gær og er nú aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsætin.
Elmar Kári Enesson Cogic var fjarri góðu gamni í leiknum í gær en Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, segir að um smávægileg meiðsli sé að ræða sem hann hafi hlotið á æfingu.
Elmar Kári Enesson Cogic var fjarri góðu gamni í leiknum í gær en Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, segir að um smávægileg meiðsli sé að ræða sem hann hafi hlotið á æfingu.
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 1 Afturelding
Magnús vonast til þess að hann verði með í næsta leik, sem er heimaleikur gegn Vestra miðvikudaginn 6. ágúst.
Varnarmaðurinn Axel Óskar Andrésson mun hinsvegar missa af þeim leik þar sem hann tekur út leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Stjörnunni.
Afturelding var yfir í leiknum þegar Axel fékk rautt í fyrri hálfleiknum en Stjarnan nýtti sér liðsmuninn í seinni hálfleik.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 16 | 10 | 3 | 3 | 42 - 21 | +21 | 33 |
2. Víkingur R. | 16 | 9 | 4 | 3 | 29 - 18 | +11 | 31 |
3. Breiðablik | 16 | 9 | 4 | 3 | 28 - 21 | +7 | 31 |
4. Fram | 16 | 7 | 3 | 6 | 25 - 21 | +4 | 24 |
5. Stjarnan | 16 | 7 | 3 | 6 | 29 - 27 | +2 | 24 |
6. Vestri | 16 | 7 | 1 | 8 | 15 - 14 | +1 | 22 |
7. Afturelding | 16 | 5 | 4 | 7 | 19 - 24 | -5 | 19 |
8. FH | 16 | 5 | 3 | 8 | 26 - 23 | +3 | 18 |
9. ÍBV | 16 | 5 | 3 | 8 | 14 - 23 | -9 | 18 |
10. KA | 16 | 5 | 3 | 8 | 16 - 31 | -15 | 18 |
11. KR | 16 | 4 | 5 | 7 | 36 - 38 | -2 | 17 |
12. ÍA | 16 | 5 | 0 | 11 | 16 - 34 | -18 | 15 |
Athugasemdir