Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
   þri 29. júlí 2025 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Saliba vonast til að skrifa undir nýjan samning
Mynd: EPA
William Saliba eftirsóttur miðvörður Arsenal, sem hefur meðal annars verið orðaður við félagaskipti til Real Madrid þegar samningur hans rennur út sumarið 2027, er hress á byrjun undirbúningstímabilsins.

Hann heilsaði fréttamönnum fyrir æfingaleik hjá Arsenal og var spurður snögglega út í markmið tímabilsins og samningsmálin sín. Markmiðið er að vinna allar keppnir sem Arsenal tekur þátt í, þá helst ensku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu.

„En hvenær ætlarðu að skrifa undir samning?" spurði einn fréttamaðurinn.

Saliba benti til himins og svaraði: „Vonandi fljótlega."

Saliba er 24 ára gamall og er talinn vera einn af allra bestu miðvörðum heims um þessar mundir.
Athugasemdir
banner