Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viktor Freyr spáir í 15. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Viktor Freyr, markvörður Fram.
Viktor Freyr, markvörður Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Quental setur model starfið á smá ís og krullar einum í samskeytin.
Quental setur model starfið á smá ís og krullar einum í samskeytin.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Vitlaust innkast.
Vitlaust innkast.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimmtánda umferð Lengjudeildarinnar fer af stað í kvöld. Viktor Freyr Sigurðsson, sem hefur verið frábær í marki Fram í sumar, spáir í leikina að þessu sinni.

Hrannar Björn Steingrímsson, leikmaður KA, gerði sér lítið fyrir og var með fimm rétta. Ef Fylkir hefði haldið út gegn Fjölni, þá hefðu allir verið réttir hjá honum.

Þór 3 - 1 Grindavík (18:00 í kvöld)
Þórsarar taka þennan þægilega inn í Boganum. Ibrahima Balde heldur áfram að vera einn besti leikmaður deildarinnar.

Leiknir R. 4 - 0 Keflavík (19:15 í kvöld)
Ég og Vukarinn eða Úlfur eins og hann heitir á íslensku fórum yfir þennan leik undir Æsufellinu í morgun og við vorum sammála um að okkar menn í Leikni skulda mörk. Quental setur model starfið á smá ís og krullar einum í samskeytin.

Njarðvík 1 - 2 HK (19:15 í kvöld)
Donna ball fer og nær í sterkan sigur í Njarðvík. Bjartur sjúkraþjálfari verður einhvers staðar þarna á stuttbuxunum að nudda menn til sigurs.

Þróttur R. 1 - 2 Fylkir (19:15 í kvöld)
Fylkismenn næla sér í langþráðan sigur. Sigurbergur Áki verður með vin sinn Bensa í liðveislu að syngja og tralla í stúkunni.

Fjölnir 3 - 2 Völsungur (18:30 á morgun)
Fjölnir vinnur mjög mikilvægan sigur á góðu Völsungsliði. Árni Elvar leggur upp 2 og innsiglar svo 3-2 sigri með snyrtilegri vippu á 87. mínútu.

Selfoss 1 - 1 ÍR (JR) (19:15 á morgun)
JR-ingar úr neðri Kópavogi eru óvanir að spila á velli í réttri stærð en ná að grinda út jafntefli. Hins vegar verður huge atvik á 90. mín þegar Oliver Hlynsson tekur langt innkast, mjög langt og skorar beint úr því en það er dæmt af réttilega því þetta er svo kolvitlaust innkast og svo held ég hreinlega að það megi ekki skora beint úr innkasti.

Fyrri spámenn:
Hrannar Björn (5 réttir)
Hrafnkell Freyr (4 réttir)
Júlíus Mar (4 réttir)
Tómas Bent (3 réttir)
Adam Páls (3 réttir)
Elmar Atli (3 réttir)
Bjarki Björn (3 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Arnar Laufdal (2 réttir)
Ásgeir Marteins (2 réttir)
Sævar Atli (2 réttir)
Guðjón Pétur (1 réttur)
Oliver Heiðars (1 réttur)
Elmar Kári (1 réttur)
Athugasemdir
banner
banner