Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sóknarmaður Wolves á leið til Sociedad
Mynd: EPA
Goncalo Guedes, leikmaður Wolves, er á leiðinni til Real Sociedad

Portúgalski miðillinn Record greinir frá þessu en viðræður eru á lokastigi.

Guedes er vinstri vængmaður sem getur einnig spilað á hægri vængnum og frammi. Hann mun vonandi koma til með að hjálpa Orra Steini Óskarssyni og félögum að skora mörk.

Guedes er 28 ára en hann hefur leikið 32 leiki fyrir portúgalska landsliðið. Hann þekkir til á Spáni þar sem hann hefur leikið með Villarreal og Valencia.

Hann gekk til liðs við Wolves frá Valencia árið 2022 og fór á lán til Villarreal í janúar í fyrra.
Athugasemdir
banner