The Athletic greinir frá því að franska félagið Lyon hafi sett sig í samband við Liverpool til að spyrjast fyrir um ungan leikmann liðsins sem varð Evrópumeistari með U21 landsliði Englands í sumar.
Sá heitir Tyler Morton og er 22 ára gamall en aðeins með eitt ár eftir af samningi sínum við Englandsmeistarana. Hann sér ekki fram á að fá spiltíma með aðalliðinu og gæti því viljað skipta um félag.
Morton er varnarsinnaður miðjumaður sem hefur einnig vakið athygli frá Bayer Leverkusen og fleiri félögum í Evrópu. Talið er að Liverpool vilji 20 milljónir punda til að selja ungstirnið.
Morton, sem lagði upp sigurmarkið í úrslitaleiknum á EM í júní, tók þátt í aðeins fimm leikjum með Liverpool á síðustu leiktíð.
Morton verður 23 ára í október og var fastamaður í byrjunarliðunum hjá Blackburn Rovers og Hull City í Championship deildinni frá 2022 til 2024.
Athugasemdir